Back to All Events

Þar sem Yin & Yang mætist / 15 klst. framhaldsnám með Salvöru og Elmu


Nú er tíminn til þess að lyfta orkunni okkar upp!

Eftir vetrardvalann, hvíldina, kyrrðina og innri vinnuna sem myrkrið kallar fram er kominn tími til þess að vakna með vorinu. Á þessum árstíma lifnar náttúran við, brýst undan vetrarfeldinum og ferðast frá frosti yfir í frjósemi, það sama á við um okkur.

Hvað er næsta skrefið ? Eftir yin, hvað kemur þá ?

Á þessu námskeiði tökum við orkuna frá vorinu með okkur á dýnuna, við skoðum hvernig við tökum skrefið upp frá dýnunni í átt að meiri hreyfingu og flæði.

Saman munum við ferðast inn í rýmið þar sem yin og yang mætast. Ferðumst í gegnum æfingar og iðkun sem styður við jafnvægi líkamans og orkulíkamans. Æfingar sem endurnæra taugakerfið, hreinsa sogæðakerfið og vekja upp orkulíkamann svo við getum farið út í sumarið með meiri lífsorku, tilhlökkun og í jafnvægi.

Við sækjum í tól og æfingar úr yin yoga fræðunum, yoga þerapíu fræðunum, restorative yoga og trauma þerapíu. Æfingar sem vekja og virkja líkamsstarfsemina.

Þetta framhaldsnám er fyrir þig sem hefur stundað reglulega jógaiðkun og leitast eftir að dýpka þinn skilning og reynslu á heildrænum jógafræðum, eða ert með kennararéttindi á bakinu en vilt bæta á þig tímum og tólum.

Hvað mun ég læra í þessu námi ?

• Framhald í Yin jógafræðum og grundvallaratriði í þerapískum jógafræðum
• Hvernig við nýtum heildrænar jógastöður og æfingar til þess að auka orkuna
• Fræði um taugakerfið, sogæðakerfið og bandvefinn, og tengingu þeirra við orkulíkamann
• Hvernig á að nota aukahluti í þerapískum tilgangi
• Að finna jafnvægið á milli Yin og Yang orkunnar
• Öndunaræfingar og jógastöður sem styðja við tauga- og sogæðakerfið

Hvað er Yin & Yang ?

Yin orkan er köld, kyrr, myrk, lokuð og djúp eins og veturinn og yang orkan er hlý, sterk, opin og á hreyfingu eins og sumarið. Yin Yoga er iðkun sem róar huga, líkama og sál þegar batteríið er búið og þörf er á hvíld og hleðslu. Þegar við erum aftur komin með hleðslu inná batteríið er mikilvægt að fara hægt og meðvitað af stað til þess að viðhalda orkunni. Á þessu námskeiði færðu tækifæri til þess að stíga þetta skref og jafnframt leiðbeina öðrum inní meira jafnvægi og heilbrigðara samband milli yin og yang orkunnar þinnar.

Hvað er Yoga þerapía ?

Yoga þerapía er iðkun sem hentar öllum, hönnuð til þess að vera aðlöguð að hverjum og einum. Iðkun þar sem við fáum að kynnast líkamanum dýpra, okkar dags ástandi og innri heim. Á þessu helgarnámskeiði færðu tól, æfingar og reynslu til þess að gerast þinn eigin þerapisti, taka heilsuna í þínar eigin hendur.

Tímasetning:
Föstudagur 9. maí kl. 17.00 - 20.00
Laugardagur 10.maí kl. 10.00 - 16.00
Sunnudagur 11.maí kl. 10.00 - 15.00

Staðsetning: REYR Studio, Fiskislóð 31B

Verð: 59.900 kr.
Skráning fer fram í eftirfarandi hér !

Fyrir hvern er þetta námskeið ?
Ekki er nauðsynlegt að vera með kennararéttindi en þörf er á þekkingu á grunnhugtökum jóga og ástundun jóga í einhvern tíma.

Um kennarana

Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki jógafræðanna í um 10 ár og kennt yoga síðustu 8 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni.

Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á virðingu, meðvitund, djúpa hlustun og heilun í allri sinni iðkun.

Salvör er með tvenn ólík 200 tíma réttindi, 300 tíma réttindi og fjögur 50 tíma réttindi í RYT. Ásamt 150 tíma Yoga kennararéttindi frá Mystery School. Réttindi í; Ananda Marga Yoga, Hatha Yoga, Yin Yoga, Yoga Therapeutics, Restorative Yoga, Pranayama tækni

Elma Dögg er eigandi REYR Studio. Hún hefur stundað jóga í yfir 10 ár og fór í sitt fyrsta jógakennaranám í norður Indlandi 2019, þar sem hún stundaði nám í Hatha jóga fræðum. Síðan þá hefur hún bætt við sig reynslu og þekkingu í kennslu og sótt ýmis jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið.

Það sem heillar Elmu við jóga eru þau margvíslegu tæki og tól sem ástundun þess hefur gefið henni til að öðlast meira líkamlegt sem og andlegt jafnvægi. Sjálf hefur hún m.a. notað jóga til að hjálpa sér að ná betri tökum á vandamálum í meltingarvegi sem hún hefur kljáðst við frá fæðingu.

Elma er einnig með réttindi í Restorative jóga, Yin jóga, meðgöngujóga og jóga eftir fæðingu. Hún stundar eins og stendur nám í jóga þerapíu við Yoga Therapy Institute í Hollandi.

Previous
Previous
March 30

Tónheilun með Berglindi

Next
Next
June 10

Heillaspor – Valdeflandi vinnustofur og slökun með Elínu Vigdísi Guðmundsdóttur