Back to All Events

Endurnærð inní jólin með Önnu Guðný

Elsku kona, ertu að dragast inn í hringiðu streitu, annríkis og plana? Ertu með marga bolta á lofti og með mikið á þínum herðum? Ertu búin að átta þig á því hversu máttugt það er að draga þig aðeins til hlés og setja alla athygli á að næra sjálfa þig?

Það mikilvægasta í þessum heimi er að þú hlúir vel að þér. Þannig getur þú mætt sjálfri þér og öðrum svo miklu, MIKLU betur! Það er tilvalið að gera það rétt fyrir jólin og fara þannig vel hvíld, endurstillt og nærð inn í hátíð ljóss og friðar.

Fimmtudaginn 19. desember verður því lítill og notalegur viðburður í gullfallegu og nýju jógastúdíó REYR sem staðsett er á Fiskislóð 31B. Þessi viðburður er sérstaklega hannaður fyrir þig og aðrar konur til þess að koma saman og hlaða batteríin sín í jólaösinni með hjartvermandi cacao/te, skrifleiðslu, jóga nidra og tónheilun

Við ætlum að fara inn í jólahátíðina í sjálfsmýkt, fullar þakklætis og með fókusinn á núvitund og hæglæti. Á viðburðinum mun ég gefa þér öll mín tól til þess að njóta hátíðarinnar í jafnvægi og vellíðan.

Auk þess verður himneskur æfingafatnaður frá studio.k til mátunar og sýnis. Það verða leggingsbuxur, útvíðar buxur, nærbuxur, toppar og samfestingar á staðnum.

Skráning á viðburðinn er nauðsynleg þar sem aðeins takmarkað pláss verður í boði.

Verðið er 7500 kr

Skráning fer fram á anna@heilsaogvellidan.com.

Um viðburðarhaldara

Ég, Anna Guðný, er jógakennari, heilsumarkþjálfi og hef einnig unnið sem þerapisti í nokkur ár & leitt fjölda manns í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig og gefið út nokkur netnámskeið ásamt því að halda úti vefsíðunni heilsaogvellidan.com. Það er mér hjartans mál að hjálpa fólki að öðlast meiri hugarró, vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi. Að hjálpa fólki að tengjast sjálfu sér í gegnum lífsstílsbætandi venjur og tól.

Það þarf nefnilega alls ekki að vera flókið að gera litlar breytingar hér og þar sem verða að þeirri stóru breytingu að manni líði betur á bæði líkama og sál sem gerir það að verkum að maður nýtur lífsins til fulls. Aðalatriðið er að fá rými til þess að tengjast sjálfum sér án alls áreitis í nærandi umhverfi og gera það í sjálfsmýkt. Þess vegna finnst mér það svo mikilvægt að skapa viðburði eins og þessa - þar sem aðalatriðið er að þú fáir rými fyrir þig og allt það sem vill fá að nærast innra með þér.

Previous
Previous
December 11

Ró í REYR

Next
Next
December 28

Holiday Yoga Workshop with Ann Marie