Rólegir jógatímar þar sem við einblínum á að draga úr streitu, róa hugann og liðka líkamann. Tímarnir fara fram öll miðvikudagskvöld í vetur kl. 20. Hægt er að koma í staka tíma á 2.500 kr. eða kaupa ótakmarkaðan aðgang út önnina á 28.000 kr. (alls 16 tímar). Minnum á stéttarfélagsstyrki.
Tímarnir munu einkennast af mjúku flæði, teygjum og öndunaræfingum með það í huga að minnka streitu í líkamanum og finna meiri ró. Tímarnir eru meðal annars byggðir á æfingum frá jóga þerapíu þar sem við vinnum með taugakerfið okkar. Hver tími mun enda með djúpri slökun og hvíldaræfingum. Förum með mýkt inní nýja árið!
Kennari námskeiðsins er Elma Dögg, eigandi REYR Studio. Hún hefur starfað sem jógakennari í 6 ár, meðal annars kennt í Reykjavík Yoga og Yoga Shala en einnig á Spáni. Hún tók grunnnám í Hatha Yoga á Indlandi og hefur síðan bætt við sig réttindum í Restorative Yoga, Yin Yoga, meðgöngujóga og stundar nú nám í Yoga þerapíu.
Back to All Events