Yin Yoga er iðkun sem býður upp á meðvitund, hlustun, nærgætni, alúð og eftirtekt af og á dýnunni. Í yin yoga erum við að hægja á, hlúa að og hlusta betur á bæði huga, líkama og sál. Þessi iðkun býður upp á dýpri sjálfsskoðun og sjálfsþekkingu, aukin tól til þess að hlúa að heilsunni, taugakerfinu og huganum á tímum sem við þurfum á þeim að halda.
Salvör Davíðsdóttir, býður upp á 50 klukkustunda Yin Yoga kennaranám sem hefst, 14. febrúar 2025. Kennaranámið er viðurkennt af Yoga Alliance.
Sérstakur kynningartími verður í boði mánudaginn 26. janúar í REYR Studio, fyrir þá sem eru áhugasamir um námið. Þar færð þú að upplifa áhrif Yin Yoga iðkunar á eigin skinni og færð tækifæri til að spyrja frekar út í námið.
Afhverju Yin Yoga?
Í Yin Yoga er stöðunum haldið í lengri tíma svo hægt sé að ná til bandvefsins, styrkja hann og styðja. Bandvefurinn er seigur vefur sem bindur saman, styður og verndar líkamann allan í heild sinni. Hann er ein helsta undirstaða hreyfifærni líkamans.
Bandvefurinn á það til að geyma og halda í einstaka spennu, streitu, bólgur og verki sem koma jafnvel frá gömlum sárum, áföllum og lífsreynslu. Í öllum yin yoga stöðum fer bandvefurinn að gefa eftir, liðamót liðkast og skiljast að. Þar með eykst blóðflæðið um allan líkamann, flæði nýrrar orku, nýrra hugsana og tilfinninga eykst. Með reglulegri iðkun yin yoga eykst tengingin og næmnin við líkamann og hans þarfir.
Í þessu námi munt þú öðlast þau verkfæri sem þarf til að vera vottaður Yin Yoga kennari. Þú munt fá persónulega endurgjöf og einstakan stuðning í gegnum þetta 4 vikna ferðalag. Í náminu munt þú læra kenningarnar og fræðin á bak við Yin Yoga og praktískar leiðir til að innleiða þær inn í eigin iðkun og hversdagslíf. Að loknu námi munt þú hafa skilning á Yin Yoga og sjálfsöryggi til að leiða aðra á öruggan, meðvitaðan og hjartnæman hátt í gegnum þessa áhrifaríku iðkun.
Hvað mun ég læra í þessu námi?
• Grundvallaratriði Yin Yoga
• Hvernig nota á Yin Yoga stöðurnar á öruggan hátt og aðlaga þær að hverjum líkama
• Um anatómíuna (líffærafræðina) og líkamann
• Að nota aukahluti
• Að finna jafnvægið á milli Yin og Yang orkunnar
• Að byggja upp fjölbreytta og áhrifaríka Yin Yoga tíma með aðlögun
• Um orkulíkamann og orkustöðvar líkamans
• Að kenna hugleiðslu og öndun
• Að búa til umbreytandi Yin Yoga tíma og fallegar upplifanir
Hvað er innifalið?
• 108 bls. Yin Yoga námsbók skrifuð af Salvöru
• Yin Yoga tímar í fullri lengd
• Líffærafræði, heimspeki og hugleiðslu fyrirlestrar frá Salvöru og gestakennara
• Heimavinna og lokaverkefni
• Loka seramónía og kakó athöfn
• 50 klukkustunda Yin Yoga kennararéttindi vottuð af Yoga Alliance
Um kennarann
Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yogafræðanna í um 9 ár og kennt yoga síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni.
Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á virðingu, meðvitund, djúpa hlustun og heilun í allri sinni iðkun.
Salvör er með tvenn ólík 200 tíma réttindi, 300 tíma réttindi og fjögur 50 tíma réttindi í RYT. Ásamt 150 tíma Yoga kennara réttindi frá Mystery School.
Réttindi í; Ananda Marga Yoga, Hatha Yoga, Yin Yoga, Yoga Theraputics, Restorative Yoga, Pranayama tækni
– PRAKTÍSKU ATRIÐIN –
HVENÆR /
14. febrúar kl. 17.30 - 19.30 -- 15. - 16. febrúar kl. 11:00 - 15:00
21. febrúar kl. 17.30 - 19.30 -- 22. - 23. febrúar kl. 11.00 - 15.00
7. mars kl. 17.30 - 19.30 -- 8. - 9. mars kl. 11.00 - 15.00
14. mars kl. 17.30 - 19.30 -- 15. - 16. mars kl. 11.00 - 15.00
HVAR /
Reyr Studio, Fiskislóð 31B 204, 101 Reykjavík -Grandi
VERÐ /
Early bird verð (snemmskráning) : 199.000 kr. sem lýkur 1. febrúar 2025
Fullt verð : 229.000 kr. Möguleiki á greiðsludreifingu.
Við mælum með að tryggja sér pláss sem fyrst vegna fjölda takmarkana í námið.
Skráning fer fram með að senda póst á salvoryoga@gmail.com. Staðfesta þarf þátttöku með greiðslu 30.000 kr.
SMELLTU HÉR til að borga skráningargjald og staðfesta þátttöku.
Fyrir frekari upplýsingar, spurningar og athugasemdir /
hafið samband við Salvöru í gegnum netfangið salvoryoga@gmail.com eða Elmu Dögg, eiganda REYR Studio í gegnum netfangið reyr@reyrstudio.com